Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til formanns og stjórnar ráðsins fyrir tímabilið 2020-2022
Ari Fenger var kjörin formaður Viðskiptaráðs Íslands 2020-2022
Í stjórn Viðskiptaráðs 2020-2022 voru kjörin eftirfarandi (í stafrófsröð):
Kynjahlutföll nýkjörinnar stjórnar eru líkt og síðast nánast jöfn, 47% konur og 53% karlar. Ekki reynir því á 40% kynjakvóta stjórnar Viðskiptaráðs sem samþykktir voru aðalfundi 2018.
Viðskiptaráð Íslands vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.
Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Hann hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Þess má geta að Nathan & Olsen eru meðal elstu aðildarfélaga í Viðskiptaráði Íslands eða síðan 1917. Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.