Við leitum að framtakssömum, kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu samhliða því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
Starfið er afar fjölbreytt og vinnur sérfræðingurinn náið með hagfræðingi og öðrum starfsmönnum að málefnastarfi Viðskiptaráðs.
Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á konrad@vi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2020.
Nánari upplýsingar veitir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.
Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi.