Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. 

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað og tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni

  • Yfirumsjón með allri upplýsingamiðlun ráðsins, t.d. innri og ytri samskiptum
  • Umsjón með vefsíðu, samfélagsmiðlum og öðrum boðleiðum upplýsingamiðlunar
  • Skipulagning viðburða á vegum ráðsins
  • Umsjón með framsetningu og hönnun útgefins efnis
  • Aðstoð við málefnastarf, t.d. umsagnar- og skýrsluskrif
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Haldbær reynsla af samskipta- og miðlunarmálum
  • Reynsla af framleiðslu kvikaðs efnis, hönnun, umbroti og upplýsingatækni (InDesign, Photoshop, Adobe umhverfið, Powerpoint, Excel o.fl.)
  • Þekking á fjölmiðlaumhverfi og framúrskarandi þekking á samskiptamiðlum ásamt helstu greiningartólum
  • Geta til að setja sig hratt inn í ólík málefni
  • Afburðahæfni í mannlegum samskiptum

Umsókn með rökstuðningi um hæfi viðkomandi ásamt ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2020. Nánari upplýsingar veitir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi.

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Hvalir eru ekki blóm

„Ég skil að það sé freistandi að skrifa fréttir um innkaupakörfu áhrifavalds í ...
1. nóv 2023

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023