Viðskiptaráð Íslands

Alltaf á þolmörkum?

Ný kynning Viðskiptaráðs fjallar um stöðu mála og framtíðarhorfur í heilbrigðismálum. Tækifæri til umbóta eru fjölmörg.

Í nýrri kynningu Viðskiptaráðs er fjallað um stöðu heilbrigðiskerfisins og framtíðarhorfur. Einkum er horft til þeirra áskorana sem framundan eru og möguleika á umbótum í kerfinu, ekki síst hvað rekstur þess varðar. Umræða um heilbrigðismál er bæði flókin og viðkvæm. Viðfangsefnið er oft og tíðum tæknilegs eðlis og upplýsingar óaðgengilegar. Á sama tíma ríkir sterk krafa um greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki – enda fátt sem stendur nær hjarta fólks en góð heilsa. Vegna beggja þessara þátta einkennist almenn umræða gjarnan af yfirborðskenndum upphrópunum og pólitískri tækifærismennsku.

Af umræðunni má stundum ætla að heilbrigðisþjónusta sé mun verri hérlendis en annars staðar og hún fari versnandi með hverju árinu. Af helstu mælikvörðum að dæma er slíkt hins vegar ekki raunin en fjölmörg sóknarfæri eru í að breyta kerfinu til að tryggja að fjármagn nýtist sem best í þágu notenda þess. Þá er ljóst að aukinn einkarekstur er til þess fallinn að fjölga valkostum, stytta biðlista og létta álagi af sjúkrahúsunum.

Það er von Viðskiptaráðs að með umræðu á grundvelli staðreynda verði hægt að hverfa af þeirri óheillabraut og marka stefnu sem tryggir að Íslendingar búi við fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu í fyrirsjáanlegri framtíð.

Lesa kynningu Viðskiptaráðs í fullri lengd.

Tengt efni

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns: Erindi á Skattadegi 2025

Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í …
16. janúar 2025

Hafsjór af gulli: Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024

Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í …
14. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024