Viðskiptaráð Íslands

Alþjóðageirinn á Íslandi

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á nýsköpunarráðstefnunni „How Innovation and Talent Attract Capital“ er nú aðgengileg á vefnum.

Á ráðstefnunni, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík þann 5. ágúst síðastliðinn, kynntu stjórnendur, frumkvöðlar og fjárfestar frá Bandaríkjunum frumkvöðlastarf og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins í Kísildalnum. Meðal þátttakenda voru fulltrúar frá Yahoo, Silicon Valley Bank, Uber og The Geek Squad.

Kynning Frosta, sem er á ensku, fjallar um alþjóðageirann á Íslandi, þjóðhagslegar horfur og lykiláskoranir. Þar kemur fram að veruleg aukning útflutnings þarf að eiga sér stað ef lífskjör hérlendis eiga að batna með sjálfbærum hætti á komandi árum. Alþjóðageirinn spilar þar lykilhlutverk þar sem vöxtur slíkra fyrirtækja er ekki bundinn takmörkuðum náttúruauðlindum.

Kynninguna má nálgast hér

Tengt efni

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns: Erindi á Skattadegi 2025

Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í …
16. janúar 2025

Hafsjór af gulli: Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024

Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í …
14. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024