Viðskiptaráð Íslands

Samkeppnishæfni Íslands árið 2016

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um niðurstöður alþjóðlegar úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða er nú aðgengileg hér á vefnum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Björns kom m.a. eftirfarandi fram:

  • Ísland þokast upp á við á listanum og situr nú í 23. sæti en stendur Skandinavíu enn að baki.
  • Sé útkoma Íslands skoðuð út frá fjórum meginþáttum úttektarinnar má sjá bætingu á efnahagslegri frammistöðu, skilvirkni hins opinbera og atvinnulífs. Hins vegar stendur Ísland sig verr en fyrri ár hvað samfélagslega innviði varðar.
  • Hagvísar sem snúa að höfuðborginni og sveitastjórnum gefa til kynna að við höfum sterka stöðu þegar kemur að orku og vatni. Hins vegar er árangur grunnskólastigsins lakur, atvinnustefna borgarinnar gæti verið sterkari og veikleika er að finna í leiguverði íbúða ásamt fasteignasköttum.

Tengt efni

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns: Erindi á Skattadegi 2025

Hugmyndaríkt fólk þarf aðgang að fjármagni, svo það geti hrint hugmyndum sínum í …
16. janúar 2025

Hafsjór af gulli: Erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024

Reglubyrði íslenskra fyrirtækja vegna EES-samningsins fer vaxandi. Gullhúðun í …
14. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024