Viðskiptaráð Íslands

Hver bakar þjóðarkökuna?

Kynning Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins frá kosningafundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á vefnum. Kynningin var notuð af Kristjáni Kristjánssyni, fundarstjóra, sem stýrði umræðum.

Kynningin skiptist í tvo hluta:

  • Fyrri hlutinn fjallar um drifkrafta bættra lífskjara. Lífskjör hafa batnað hratt hérlendis, en framleiðni er ennþá lág. Ný störf hafa einkum skapast í ferðaþjónustu, sem er nú orðin langstærsta útflutningsgreinin. Háskólastigið er hins vegar áhyggjuefni því lágt hlutfall nemenda lærir raungreinar og fjármagn er minna en á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur skattlagning fyrirtækja færst í aukana.
  • Seinni hlutinn fjallar um umgjörð atvinnulífsins. Ríkisskuldir hafa dregist saman en eru ennþá háar í sögulegu samhengi. Öldrun þjóðarinnar mun þrýsta á aukin opinber útgjöld en þrátt fyrir það lofa stjórnmálaflokkarnir um 190 ma. kr. í viðbótarútgjöld. Þá hafa miklar launahækkanir leitt til þess að raunlaun eru nú komin fram úr framleiðni. Þetta endurspeglar vanda á vinnumarkaði, sem m.a. lýsir sér í miklum fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu. Ein afleiðinga óstöðugleikans eru hærri og sveiflukenndari vextir sem fyrirtækin búa við.

Skoða kynninguna í heild

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022