Viðskiptaráð Íslands

Áherslur ríkisfjármála næstu árin

Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, frá morgunfundi fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins um fjárlög ársins 2016 er nú aðgengileg á vefnum. 

Kynninguna má nálgast hér

Í kynningunni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fjármagna auknar skattheimtur vaxandi launakostnað ríkisins
  • Hröð lækkun skulda er fagnaðarefni en stjórnvöld hefðu mátt ganga lengra varðandi sölu eigna
  • Stjórnvöld hefðu átt að ganga lengra í skattalækkunum og slá meira afgerandi tón um framhaldið
  • Mikil hækkun launakostnaðar er áhyggjuefni og af tóni frumvarpsins má ætla að aðhaldstímabili sé lokið

Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022