Viðskiptaráð Íslands

Innleiðing hagræðingartillagna

Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera, er nú aðgengileg á vefnum.

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Björns kom fram að við brúun fjárlagahalla ríkissjóðs hafi hækkun skatttekna vegið þyngra en lækkun útgjalda. Þá hafi kostnaðaraðhaldið að meirihluta verið í formi samdráttar í fjárfestingum og viðhaldi, sem sé frestun á vandanum þar sem slíkur niðurskurður valdi auknum útgjaldaþrýstingi síðar meir.

Þá fjallaði Björn einnig um framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem skipaður var árið 2013, og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið í innleiðingarferlinu hingað til.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022