Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, frá fundi um framvindu og horfur í rekstri hins opinbera, er nú aðgengileg á vefnum.
Í erindi Björns kom fram að við brúun fjárlagahalla ríkissjóðs hafi hækkun skatttekna vegið þyngra en lækkun útgjalda. Þá hafi kostnaðaraðhaldið að meirihluta verið í formi samdráttar í fjárfestingum og viðhaldi, sem sé frestun á vandanum þar sem slíkur niðurskurður valdi auknum útgjaldaþrýstingi síðar meir.
Þá fjallaði Björn einnig um framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem skipaður var árið 2013, og þá aðferðafræði sem beitt hefur verið í innleiðingarferlinu hingað til.