Viðskiptaráð Íslands

Sköpum umgjörð til athafna

Það hefur ávallt verið trú þeirra sem að Viðskiptaráði standa að kraftmikið atvinnulíf sé skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör og standa undir öflugu velferðarkerfi. Í ljósi stöðu og horfa fyrir íslenskt þjóðarbú er nú sérstaklega mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ríkari stað í umfjöllun um efnahagsmál.

Ekki eru líkur á verulegum hagvexti á þessu ári og ef marka má nýlega spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verður hagvöxtur í samanburði við flest önnur þjóðríki veraldar lítill á næstu árum. Þetta er ávísun á rýrnandi lífskjör, a.m.k. í samanburði við önnur lönd, og að öllum líkindum umfram það sem Íslendingar geta vel sætt sig við.

Mikilvægt er að þessi spá rætist ekki, en til þess þarf að styrkja þann hluta hagkerfisins sem stendur helst undir verðmætasköpun og framleiðniaukningu - atvinnulíf á forsendum einkaframtaks. Viðskiptaráð hefur því mótað fimm áherslur og lagt til að þær verði hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu og endurreisn hagkerfisins á komandi árum. Þessar áherslur eru:

  • Að Ísland verði fyrirmynd annarra landa um góða stjórnarhætti viðskiptalífs og hins opinbera
  • Aukinn fjöldi starfa í einkageiranum
  • Aukið framboð vinnuafls til einkageirans
  • Alþjóðlega samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrirtækja
  • Stöðugt aukin skilvirkni í nýtingu opinberra fjármuna 

Fjallað er um nánari markmið innan þessara fimm viðmiða í skoðuninni. Verði þau höfð í forgrunni í vinnu stjórnvalda á næstu misserum eru allar forsendur fyrir endurreisn til staðar og engum vafa undirorpið að Ísland endurheimti stöðu sína sem samkeppnishæft hagkerfi.

Skoðunina í heild má nálgast hér

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024