Það hefur ávallt verið trú þeirra sem að Viðskiptaráði standa að kraftmikið atvinnulíf sé skilvirkasta leiðin til að bæta lífskjör og standa undir öflugu velferðarkerfi. Í ljósi stöðu og horfa fyrir íslenskt þjóðarbú er nú sérstaklega mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ríkari stað í umfjöllun um efnahagsmál.
Ekki eru líkur á verulegum hagvexti á þessu ári og ef marka má nýlega spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verður hagvöxtur í samanburði við flest önnur þjóðríki veraldar lítill á næstu árum. Þetta er ávísun á rýrnandi lífskjör, a.m.k. í samanburði við önnur lönd, og að öllum líkindum umfram það sem Íslendingar geta vel sætt sig við.
Mikilvægt er að þessi spá rætist ekki, en til þess þarf að styrkja þann hluta hagkerfisins sem stendur helst undir verðmætasköpun og framleiðniaukningu - atvinnulíf á forsendum einkaframtaks. Viðskiptaráð hefur því mótað fimm áherslur og lagt til að þær verði hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu og endurreisn hagkerfisins á komandi árum. Þessar áherslur eru:
Fjallað er um nánari markmið innan þessara fimm viðmiða í skoðuninni. Verði þau höfð í forgrunni í vinnu stjórnvalda á næstu misserum eru allar forsendur fyrir endurreisn til staðar og engum vafa undirorpið að Ísland endurheimti stöðu sína sem samkeppnishæft hagkerfi.