Kostnaður atvinnulífsins af hinum ýmsu opinberu reglum hefur aukist umtalsvert og mun enn aukast í náinni framtíð. Þetta kom meðal annars fram hjá þeim erlendu stjórnendum sem tóku þátt í könnun The Economist um áhættu af reglubyrði. Tvær leiðir koma helst til greina að þeirra mati til þess að bregðast við þeirri áhættu sem ávallt blasir við atvinnulífinu vegna reglubyrði. Annars vegar það að stunda góða stjórnarhætti, hins vegar er talið mikilvægt að vera í góðu sambandi við reglusetningarvaldið.
VÍ skoðar hvernig best er að bregðast við auknu regluverki hérlendis, hér.