21. september 2015
Íslendingar búa að alþjóðlega samkeppnishæfu heilbrigðiskerfi sem hefur eflst umtalsvert á undanförnum áratugum. En sá árangur hefur ekki verið að kostnaðarlausu. Jafnframt er vaxandi þrýstingur á aukin útgjöld til heilbrigðismála. Viðbrögð stjórnvalda ráða miklu um þróun lífskjara og heilbrigðis á komandi árum.
Lesa skoðun
Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:
- Íslenskt heilbrigðiskerfi er í sterkri stöðu bæði í alþjóðlegu og sögulegu samhengi.
- Árangurinn er ekki að kostnaðarlausu en heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður nýrra fjárlaga og einstaklingar greiða yfir 100.000 kr. á ári í þjónustugjöld.
- Stórar áskoranir eru framundan en vegna öldrunar þjóðarinnar mun útgjöld til heilbrigðisþjónustu munu vaxa ríflega þrefalt hraðar á næstu 30 árum samanborið við síðastliðin 30 ár.
- Hækkanir skatta eða gjaldskráa eru ósjálfbær leiðir til að mæta þessari aukningu. Vegna stærðar vandans þurfa stjórnvöld að líta til annarra valkosta.
- Aukin hagkvæmni og afmörkun þjónustu eru vænlegustu valkostir stjórnvalda. Með þeim má draga úr útgjaldavexti og tryggja þannig hagfelldara umhverfi verðmætasköpunar án þess að það bitni á gæðum heilbrigðisþjónustu.
Lesa skoðun
