Viðskiptaráð Íslands

Höldum heilsunni

Íslendingar búa að alþjóðlega samkeppnishæfu heilbrigðiskerfi sem hefur eflst umtalsvert á undanförnum áratugum. En sá árangur hefur ekki verið að kostnaðarlausu. Jafnframt er vaxandi þrýstingur á aukin útgjöld til heilbrigðismála. Viðbrögð stjórnvalda ráða miklu um þróun lífskjara og heilbrigðis á komandi árum.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Íslenskt heilbrigðiskerfi er í sterkri stöðu bæði í alþjóðlegu og sögulegu samhengi.
  • Árangurinn er ekki að kostnaðarlausu en heilbrigðismál eru stærsti útgjaldaliður nýrra fjárlaga og einstaklingar greiða yfir 100.000 kr. á ári í þjónustugjöld.
  • Stórar áskoranir eru framundan en vegna öldrunar þjóðarinnar mun útgjöld til heilbrigðisþjónustu munu vaxa ríflega þrefalt hraðar á næstu 30 árum samanborið við síðastliðin 30 ár.
  • Hækkanir skatta eða gjaldskráa eru ósjálfbær leiðir til að mæta þessari aukningu. Vegna stærðar vandans þurfa stjórnvöld að líta til annarra valkosta.
  • Aukin hagkvæmni og afmörkun þjónustu eru vænlegustu valkostir stjórnvalda. Með þeim má draga úr útgjaldavexti og tryggja þannig hagfelldara umhverfi verðmætasköpunar án þess að það bitni á gæðum heilbrigðisþjónustu.

Lesa skoðun


Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024