Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn sína um frumvarp um sjúkratryggingar (heilbrigðisþjónusta í hagnaðarskyni). Ráðið leggst gegn frumvarpinu. Þótt markmiðið sé göfugt, að reyna að draga úr kostnaði heilbrigðisþjónustu, eru lítil sem engin rök færð fyrir því í greinargerð frumvarpsins að frumvarpið leiði til minni kostnaðar eða meiri gæða heilbrigðisþjónustu en ella. Viðskiptaráð telur engu að síður rétt og beinlínis nauðsynlegt að ná fram sem mestu hagræði í heilbrigðisþjónustu, það er að sem mestur árangur náist með sem minnstum tilkostnaði.