Menntun og þekking landsmanna hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi og er það jákvæð þróun. Fjöldi háskólamenntaðra á Íslandi hefur þrefaldast frá aldamótum en á sama tíma hefur fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar dvínað hratt. Þá eru vísbendingar um að háskólamenntaðir eigi sífellt erfiðara með að fá störf við hæfi. Með áframhaldandi sókn í háskólanám er hætta á að þessi þróun haldi áfram og því veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem skipta má í þrennt.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs.