Viðskiptaráð Íslands

Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða?

Menntun og þekking landsmanna hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi og er það jákvæð þróun. Fjöldi háskólamenntaðra á Íslandi hefur þrefaldast frá aldamótum en á sama tíma hefur fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar dvínað hratt. Þá eru vísbendingar um að háskólamenntaðir eigi sífellt erfiðara með að fá störf við hæfi. Með áframhaldandi sókn í háskólanám er hætta á að þessi þróun haldi áfram og því veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem skipta má í þrennt.

  1. Fyrst og fremst þurfa stjórnvöld að búa til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf.
  2. Ráðast þarf í færni- og mannaflaspá og beina námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir.
  3. Að lokum þarf að huga að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráðan.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs.

Skoðunina má nálgast hér

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024