Viðskiptaráð Íslands

Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða?

Menntun og þekking landsmanna hefur aukist gífurlega undanfarna áratugi og er það jákvæð þróun. Fjöldi háskólamenntaðra á Íslandi hefur þrefaldast frá aldamótum en á sama tíma hefur fjárhagslegur ávinningur háskólamenntunar dvínað hratt. Þá eru vísbendingar um að háskólamenntaðir eigi sífellt erfiðara með að fá störf við hæfi. Með áframhaldandi sókn í háskólanám er hætta á að þessi þróun haldi áfram og því veltir Viðskiptaráð upp tillögum til aðgerða sem skipta má í þrennt.

  1. Fyrst og fremst þurfa stjórnvöld að búa til umgjörð þar sem hægt er að skapa fleiri verðmætari störf.
  2. Ráðast þarf í færni- og mannaflaspá og beina námsmönnum í þær greinar sem eftirspurn er eftir.
  3. Að lokum þarf að huga að breyttum heimi þar sem færnikröfur eru að verða mikilvægari en háskólagráðan.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs.

Skoðunina má nálgast hér

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025