Viðskiptaráð Íslands

Á flæðiskeri: Staða samkeppnismála á Íslandi

Samkeppnislöggjöfin þarf þannig að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja, en að vissu leyti er samkeppnislöggjöfin hérlendis strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Íslensk fyrirtæki eiga því erfitt með að ná fram stærðarhagkvæmni í sama mæli og erlendir keppinautar sem getur rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild.

Viðskiptalífið hefur lengi kallað eftir úrbótum á samkeppnislögum og framkvæmd þeirra og að hún sé færð nær því sem gerist í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Viðskiptaráð fagnar því að stjórnvöld hafi lýst því yfir í stuðningi sínum við lífskjarasamninga síðastliðið vor að samkeppnislög verði endurskoðuð með það að markmiði að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni, enda er slíkt öllum til hagsbóta. Í því samhengi eru fimm atriði sem Viðskiptaráð hefur lagt áherslu á að brýnt sé að endurskoða, viðskiptalífinu og almenningi til hagsbóta:

  1. Veltuviðmið verði hækkuð fyrir tilkynningarskyldu samruna
  2. Réttaröryggi fyrirtækja sé tryggt með því að fella niður áfrýjunarheimild SKE til dómstóla
  3. Heimild Samkeppniseftirlitsins til inngrips í fyrirtæki, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög, sé felld brott
  4. Undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar til samræmis við framkvæmd í Evrópu, og fyrirtæki leggi sjálfsmat á hvort samstarf þeirra falli innan undanþáguskilyrða
  5. Réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála sé bætt

Hér má lesa Skoðunina í heild sinni.

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024