Viðskiptaráð Íslands

Uppfærð skýrsla á ensku um stöðu mála

Í dag kom út uppfærð útgáfa af skýrslu Viðskiptaráðs um stöðu efnahagsmála á Íslandi, The Icelandic Economic Situation - Status report. Skýrslan, sem er á ensku, kom fyrst út í október 2008 og hefur verið uppfærð reglulega síðan. Hún er hugsuð til upplýsingamiðlunar og jafnframt til að kynna stöðu mála hér á landi fyrir erlendum samstarfs- og hagsmunaaðilum.

Í skýrslunni má finna samantekt um þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis síðustu tvö árin. Nú hefur hún m.a. verið uppfærð með upplýsingum um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, gengisdóm Hæstaréttar og stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Skýrslan hefur að geyma fjölda tengla á ýmis gögn er varða stöðu efnahagsmála frá stjórnvöldum, Alþingi, alþjóðastofnunum og fleirum.

Ásamt skýrslunni má nálgast glærur á pdf formi sem félagar geta nýtt til að kynna efni skýrslunnar í stuttu máli.

Tengt efni

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en …
7. ágúst 2025

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024