Viðskiptaráð Íslands

Útrás íslenskra fyrirtækja til Lundúna

Viðskiptaráð Ísland og Bresk-íslenska viðskiptaráðið luku núverið við gerð skýrslu um útrás íslenskra fyrirtækja til Lundúna. Í viðtölum við lykilstarfsmenn sex útrásarfyrirtækja, Actavis, Bakkavarar Group, Baugs Group, Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka er leitast við að henda reiður á ástæður og forsendur útrásar íslenskra fyrirtækja auk þess sem reynt er að meta ávinning íslensks viðskiptalífs af strandhögginu í Lundúnum.

Smelltu hér til að sækja skýrlsuna á PDF-sniðmáti

Atvinnurekstur á erlendri grundu veitir mönnum nýja sýn á heimalandið. Í skýrslunni er bent á að velgengni útrásarinnar sé að hluta til komin vegna samflots íslenskra framleiðslufyrirtækja og banka á erlendan markað.

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs: „Straumur fjárfestinga virðist liggja meira til Lundúna en til Norðurlanda — og viðmælendur okkar benda á að ástæður þessa séu þær að það er að mörgu leyti auðveldara að stunda fjárfestingar í Bretlandi en á Norðurlöndum og að andrúmsloftið gagnvart íslenskum fjárfestum sé hreinlega jákvæðara á Bretlandseyjum. Að sama skapi benda menn á að sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar og skjót ákvarðanataka hafi reynst sterkt andsvar við breskri formfestu og árétta jafnframt að skjót ákvörðunartaka eigi ekkert skylt við fljótfærni.“

Helstu fréttapunktar:

Samflot íslenskra fjármálastofnanna og framleiðslufyrirtækja lagði grunn að velheppnaðri útrás til Lundúna: vöxtur eins fyrirtækis stuðlaði að víxlvexti annarra fyrirtækja. Með samvinnu hefur heildin orðið stærri summu einstakra liða. Það hefur gefið góða raun að halda breskum stjórnarháttum en blanda þeim saman við þá íslensku.


• Dreifing íslenskra fjárfestinga erlendis markast af klasaeinkennum, t.a.m. í Lundúnum þar sem sambönd geta nýst öðrum fyrirtækjum en þeim afla auk þess sem góður orðstír og þekking á íslenskum aðstæðum spyrst út og dregur úr grunnvinnu annarra íslenskra fyrirtækja sem ætla að hasla sér völl í Lundúnum.
• Þekking manna á Íslandi og íslenskum aðstæðum fer vaxandi en einstaka fyrirtæki hafa enga stjórn á ímynd landsins.
• Einakvæðing bankanna losaði um miklar hömlur og ungt fólk kom með reynslu og menntun frá útlöndum sem hefur nýst vel í útrás íslensku fyrirtækjanna til Lundúna.


• Á árunum 2000-2005 fjárfestu Íslendingar í erlendum fyrirtækjum fyrir meira en 600 milljarða króna. Gögn frá Seðlabanka Íslands benda til að fjármunaeign Íslendinga í Bretlandi hafi numið um 62 milljörðum króna árið árið 2004 og áætlanir Viðskiptaráðs gera ráð fyrir að fjárhæðin fyrir árið 2005 losi 200 milljarða króna á fyrrihluta ársins.

Nánari upplýsingar veita Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og Halldór Benjamín Þorbergsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs í síma 510-7100 eða á netfangið halldor@vi.is.

Tengt efni

The Icelandic Economy 2025

Hagkerfið dróst saman á síðasta ári eftir kröftugan hagvöxt árin á undan, en …
7. ágúst 2025

The Icelandic Economy – H1 2024

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja útgáfu af The Icelandic Economy. Skýrslan …
30. apríl 2024

Skýrsla Viðskiptaþings 2024

Í skýrslunni er fjallað um hið opinbera og hvernig megi bæta þjónustu þess til …
8. febrúar 2024