Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar áform um frumvarp til breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með frumvarpinu er ætlunin að lögfesta 1. mgr. 6. gr. tilskipunar ESB nr. 2019/904 frá 5. júní 2019 um að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið en hún hefur verið tekin upp í EES-samninginn. Samkvæmt umræddri tilskipun þurfa aðildarríki að innleiða umrætt ákvæði fyrir 3. júlí 2024