Viðskiptaráð Íslands hefur ásamt Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum iðnaðarins (samtökin) tekið sameiginlega til umsagnar frumvarp til laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu sem birtist inni á samráðsgáttinni þann 27. mars sl.
Gera samtökin alvarlegar athugasemdir við sjö atriði er lúta að:
1. Framsetningu greinargerðarinnar sem lögskýringargagni
2. Hlutverki neytendastofu og eftirlitsheimildum hennar
3. Úrræði Neytendastofu og meðalhófs í beitingu aðgerða
4. Sektarheimilda án fordæma
5. Reglugerðarheimild og innleiðingu
6. Ótímabærrar gildistöku
7. Mati á áhrifum sem er í ósamræmi við ákvæði frumvarpsins