Viðskiptaráð Íslands

Ekkert að óttast við þriðja orkupakkann

Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.

Undir eðlilegum kringumstæðum kallaði innleiðing þessarar EES-gerðar ekki á ítarlega umsögn Viðskiptaráðs. Í ljósi þess hvert umræðan um málið er komin, þar sem umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland hefur gert er teflt í tvísýnu, getur Viðskiptaráð ekki annað en fjallað með ítarlegum hætti um innleiðinguna og það sem raunverulega er undir í málinu: EES-samninginn. Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Viðskiptaráð telur rétt að samþykkja þingsályktunartillöguna, enda styður hún við skilvirkni og samkeppni á raforkumarkaði án þess að skaða að neinu leyti hagsmuni lands og þjóðar.
  • Þrátt fyrir að Ísland hafi lagalegan rétt til að hafna innleiðingu EES-gerða eru pólitískar afleiðingar þess hins vegar óljósar og gætu skaðað hagsmuni Íslands.
  • Hagsmunir íslensku þjóðarinnar af EES-samningnum vega mun þyngra en óskilgreindir og hugsanlegir annmarkar við innleiðingu orkupakkans.
  • EES-innleiðingu hefur aldrei verið hafnað og höfnun á innleiðingu EES-gerða er neyðarúrræði sem verður að meðhöndla sem slíkt.
  • Sérhæfing og viðskipti geta hagnast öllum og eru lífsnauðsynleg litlum ríkjum. Það er keppikefli fyrir lítil ríki eins og Ísland að vera eins opin fyrir alþjóðaviðskiptum og mögulegt er.
  • EES-samningurinn hefur stuðlað að síauknum samskiptum og viðskiptum Íslands við önnur lönd og er hornsteinn í hagsæld þjóðarinnar.
  • Þá vill Viðskiptaráð leiðrétta þrennt sem hefur komið fram í umræðunni:
    • Þriðji orkupakkinn skyldar ekki íslensk stjórnvöld til að leggja sæstreng.
    • Þriðji orkupakkinn gengur ekki gegn stjórnarskrá og haggar ekki yfirráðum Íslands yfir orkuauðlindum.
    • Orkupakkar 1 og 2 hafa ekki valdið hækkunum á raforkuverði.

Lesa umsögn á Medium eða á PDF-formi.

Tengt efni

Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs

Í fjárlögum 2025 er áformað að reka ríkissjóð með 41 ma. kr. halla, sem væri …
8. október 2024

Mikilvægt að hraða endurskoðun laga um rammaáætlun

Viðskiptaráð ítrekar þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, …
30. september 2024

Afhúðun á umhverfismati framkvæmda og áætlana

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem …
17. september 2024