Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki (bankaskatt). Viðskiptaráð hefur oft á síðustu misserum vakið athygli á því að bankaskatturinn sé alltof hár, mun hærri en á Norðurlöndunum og beri að lækka allverulega eða afnema. Því er fagnaðarefni að nú skuli lækka skatthlutfall bankaskattsins í skrefum úr 0,376% af skuldum í 0,145% samkvæmt frumvarpinu. Þó ætti að ganga lengra að mati Viðskiptaráðs og lækka skattinn meira svo hann sé í takt við skattlagningu fjármálafyrirtækja í nágrannalöndunum.
Í umsögninni eru raktar fjórar ástæður fyrir því að lækka skuli bankaskattinn: