Viðskiptaráð Íslands

Gæta þarf að samkeppnishindrunum á verðbréfamarkaði

Viðskiptaráð fagnar frumvarpi til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga og tekur undir athugasemdir Samtaka fjármálafyrirtækja er varða frumvarpið og telur mikilvægt að ekki sé verið að innleiða reglugerðina með meira íþyngjandi hætti hérlendis en tíðkast í okkar nágrannalöndum.

Í umsögninni kemur meðal annars fram að gæta þurfi að samkeppnishindrunum á verðbréfamarkaði en ekki er víst að umræddar samteningar á milli verðbréfamiðstöðva tryggi samkeppni verðbréfamiðstöðva í framkvæmd.

Eins telur Viðskiptaráð mikilvægt að allur vafi sé tekinn af um hlutafélagalög og afskráningar eða uppsagnarfrest á ákvörðunum stjórnar um útgáfu hlutabréfa með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð.

Hér má lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024