Viðskiptaráð Íslands

Gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma. Í ályktuninni felst að Alþingi feli framkvæmdavaldinu að útfæra áætlun um gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma í samráði við fjölmarga aðila. Það er afstaða ráðsins að grundvöllur bættra lífskjara felist í langtímastefnu þar sem áhersla er lögð á bætta samkeppnishæfni og þar með aðstæður til verðmætasköpunar.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð telur að Íslendingar hafi átt erfitt með að einblína á heildarmyndina, langtímamarkmið og þau tækifæri sem kerfisbreytingum fylgja.
  • Vitnað er í skýrslu McKinsey sem ráðið átti frumkvæði að sumarið 2012. Skýrslan hefur gert fjölmörgum hagsmunaaðilum kleift að ræða framtíðaráskoranir og tækifæri íslenska hagkerfisins með markvissum hætti.
  • Viðskiptaráð telur þjóðhagsáætlanir til lengri tíma geta verið grundvöll áframhaldandi vinnu á sama grundvelli og stutt þannig við aukna langtímastefnumörkun í íslensku samfélagi. Ráðið telur að með slíkum áætlunum munu liggja fyrir betri gögn fyrir mikilvægar ákvarðanatökur.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024