Viðskiptaráð Íslands

Góð fyrirheit en spurningum ósvarað um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð telur að hugmyndin um Þjóðarsjóð og upplegg hans endurspegli alltof sjaldgæfa fyrirhyggju og langtímahugsun í stjórnmálum og því ber að fagna. Þó að hugmyndafræðin sé í rétta átt eru nokkur atriði sem þarfnast nánari skoðunar áður en Þjóðarsjóður er stofnaður.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Efast má um hvort stofnun Þjóðarsjóðs sé rétt forgangsröðun þegar aðrir innlendir aðilar sækja í auknum mæli erlendis og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar eru nærri tvöfaldar á við fyrirhugaðan sjóð.
  • Raunveruleg hætta á að lánalínur ríkissjóðs verði lokaðar við alvarleg áföll ætti að vera skilyrði fyrir stofnun Þjóðarsjóðs.
  • Til að takmarka neikvæð áhrif og fórnarkostnað sjóðsins ætti söfnun hans að vera hæg og kanna ætti að setja þak á stærð hans.
  • Þó að Þjóðarsjóður sé nú áætlaður án áður boðaðra tengsla við örvun nýsköpunar vill Viðskiptaráð ítreka að mikilvægi þess að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja í nýsköpun, sem og annarra, er jafn brýnt og áður.

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024