Góð fyrirheit en spurningum ósvarað um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð telur að hugmyndin um Þjóðarsjóð og upplegg hans endurspegli alltof sjaldgæfa fyrirhyggju og langtímahugsun í stjórnmálum og því ber að fagna. Þó að hugmyndafræðin sé í rétta átt eru nokkur atriði sem þarfnast nánari skoðunar áður en Þjóðarsjóður er stofnaður.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Efast má um hvort stofnun Þjóðarsjóðs sé rétt forgangsröðun þegar aðrir innlendir aðilar sækja í auknum mæli erlendis og ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar eru nærri tvöfaldar á við fyrirhugaðan sjóð.
  • Raunveruleg hætta á að lánalínur ríkissjóðs verði lokaðar við alvarleg áföll ætti að vera skilyrði fyrir stofnun Þjóðarsjóðs.
  • Til að takmarka neikvæð áhrif og fórnarkostnað sjóðsins ætti söfnun hans að vera hæg og kanna ætti að setja þak á stærð hans.
  • Þó að Þjóðarsjóður sé nú áætlaður án áður boðaðra tengsla við örvun nýsköpunar vill Viðskiptaráð ítreka að mikilvægi þess að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja í nýsköpun, sem og annarra, er jafn brýnt og áður.

Lesa umsögn

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðarsjóð

Viðskiptaráð Íslands leggur áherslu á að fórnarkostnaðurinn við að veita ...

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023