Viðskiptaráð Íslands

Hvernig má auka traust á stjórnmálum?

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Taka má undir markmið frumvarpsins enda sýna mælingar það að traust á íslenskum stjórnmálum er takmarkað. Um leiðirnar að því markmiði má þó deila. Helstu ábendingar ráðsins eru eftirfarandi:

  • Viðskiptaráð tekur undir það markmið að stjórnvöld leggi sig fram um að miðla upplýsingum í sem mestum mæli til almennings og á sem skýrastan hátt.
  • Ráðið telur að hagsmunagæsla á Íslandi endurspegli fjölbreytni samfélagsins og fjölbreytt sjónarmið sem er jákvætt og góður eiginleiki íslensks lýðræðis.
  • Engin þörf virðist vera á því að skrá hagsmunaverði á Íslandi.
  • Reglur um samskipti við hagsmunaaðila mega ekki vera of íþyngjandi og tovelda eðlileg og nauðsynleg samskipti.
  • Ekki þarf almennt að takmarka starfsfrelsi ríkisstarfsmanna og kjörinna fulltrúa.
  • Viðskiptaráð fagnar tillögum um að bæta samráð við almenning með nýjum leiðum.
  • Betra væri að fá fleiri aðila en Siðfræðistofnun að borðinu við að móta áfram tillögurnar.

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024