2. október 2018
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um tillögur starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Taka má undir markmið frumvarpsins enda sýna mælingar það að traust á íslenskum stjórnmálum er takmarkað. Um leiðirnar að því markmiði má þó deila. Helstu ábendingar ráðsins eru eftirfarandi:
- Viðskiptaráð tekur undir það markmið að stjórnvöld leggi sig fram um að miðla upplýsingum í sem mestum mæli til almennings og á sem skýrastan hátt.
- Ráðið telur að hagsmunagæsla á Íslandi endurspegli fjölbreytni samfélagsins og fjölbreytt sjónarmið sem er jákvætt og góður eiginleiki íslensks lýðræðis.
- Engin þörf virðist vera á því að skrá hagsmunaverði á Íslandi.
- Reglur um samskipti við hagsmunaaðila mega ekki vera of íþyngjandi og tovelda eðlileg og nauðsynleg samskipti.
- Ekki þarf almennt að takmarka starfsfrelsi ríkisstarfsmanna og kjörinna fulltrúa.
- Viðskiptaráð fagnar tillögum um að bæta samráð við almenning með nýjum leiðum.
- Betra væri að fá fleiri aðila en Siðfræðistofnun að borðinu við að móta áfram tillögurnar.
Lesa umsögn