Viðskiptaráð Íslands

Tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um hækkun þaks á endurgreiðslum vegna kostnaðar sem fellur til vegna rannsókna- og þróunarvinnu (R&Þ) og rýmkunar á heimildum til skattafrádráttar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. Ráðið telur frumvarpið kærkomið skref í rétta átt en telur að ganga ætti enn lengra. Í því samhengi vill Viðskiptaráð gera eftirfarandi athugasemdir:

  • Viðskiptaráð telur eftirsóknarvert að auka fjárfestingar til rannsókna og þróunar á Íslandi meðal annars þar sem landið er eftirbátur annarra Norðurlanda í þeim efnum
  • Viðskiptaráð fagnar hækkun þaksins en telur nauðsynlegt að hvatar til R&Þ séu efldir enn frekar með markvissum hætti
  • Við fögnum því að skilyrði fyrir nýtingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa séu rýmkuð og leggjum til að skoðað verði hvort ganga þurfi lengra í rýmkun skilyrðanna
  • Huga þarf að framlengingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki en að óbreyttu renna þau út í lok árs 2019

Lesa umsögn í heild sinni

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025