Viðskiptaráð Íslands

Tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um hækkun þaks á endurgreiðslum vegna kostnaðar sem fellur til vegna rannsókna- og þróunarvinnu (R&Þ) og rýmkunar á heimildum til skattafrádráttar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. Ráðið telur frumvarpið kærkomið skref í rétta átt en telur að ganga ætti enn lengra. Í því samhengi vill Viðskiptaráð gera eftirfarandi athugasemdir:

  • Viðskiptaráð telur eftirsóknarvert að auka fjárfestingar til rannsókna og þróunar á Íslandi meðal annars þar sem landið er eftirbátur annarra Norðurlanda í þeim efnum
  • Viðskiptaráð fagnar hækkun þaksins en telur nauðsynlegt að hvatar til R&Þ séu efldir enn frekar með markvissum hætti
  • Við fögnum því að skilyrði fyrir nýtingu skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa séu rýmkuð og leggjum til að skoðað verði hvort ganga þurfi lengra í rýmkun skilyrðanna
  • Huga þarf að framlengingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki en að óbreyttu renna þau út í lok árs 2019

Lesa umsögn í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024