Viðskiptaráð Íslands

Breytingar á neyslusköttum og barnabótum

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt og brottfall laga um vörugjöld.

Umsögnina má nálgast á eftirfarandi slóð

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Breytingar á neyslusköttum auka kaupmátt heimila um 0,4% að meðaltali. Kaupmáttaraukningin er mest fyrir tekjulægsta fjórðung heimila, eða um 0,5%. Þá auka breytingar á barnabótum ráðstöfunartekjur heimila um 0,1% af meðaltali. Aukningin er mest fyrir tekjulægsta fjórðung heimila, eða um 0,6%.
  • Lágmarka má óhagræði vegna breytinganna með því að flýta lítillega gildistöku niðurfellingar vörugjalda og seinka lítillega gildistöku breytinga á virðisaukaskatti. Það kæmi í veg fyrir að verslanir sitji uppi með birgðir vegna boðaðra verðlækkana í kjölfar brottfals vörugjalda eða þurfi að breyta virðisaukaskatti um áramót þegar mikið álag er á verslunum og vörum er skilað eða skipt.
  • Heilt yfir telur Viðskiptaráð fyrirliggjandi frumvarp vera þýðingarmikið skref í rétta átt í skattamálum og fyrirhugaðar breytingar væru til þess fallnar að auka skilvirkni neysluskatta og styrkja grundvöll verðmætasköpunar hérlendis. Þá hafa stjórnvöld útfært breytingarnar þannig að þær komi best út fyrir tekjulægstu heimilin í landinu.

Umsögnina má nálgast á eftirfarandi slóð

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024