19. desember 2017
Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp til fjárlaga 2018. Viðskiptaráð telur fimm atriði mikilvægust í umræðunni um fjárlög ársins 2018 en þau atriði falla m.a. undir áherslu á arðbærar fjárfestingar og heildarstefnu til lengri tíma:
- Forgangsraða þarf í þágu fjárfestingarverkefna sem spara munu rekstrarkostnað á komandi árum.
- Ráðast þarf í faglegar greiningar á eftirspurnaráhrifum verkefna á vegum ríkissjóðs og tryggja að fjármagni sé veitt í fjárfestingar sem sitja eftir um ókomin ár fremur en að fjármagni sé veitt mestmegnis í áframhaldandi kostnaðarsaman rekstur.
- Setja þarf stofnunum ríkisins fastari skorður þegar kemur að nýtingu fjármagns. Ljóst er að sífelld framúrkeyrsla í fjárlaga í sambland við stöðuga raunaukningu í útgjöldum getur ekki farið vel saman til lengri tíma.
- Auknum fjárveitingum í mennta- og heilbrigðiskerfinu þarf að fylgja heildarstefna um markmið. Fleiri milljarðar eru ekki ávísun á betra kerfi.
- Þá hvetur Viðskiptaráð til þess að stofn fyrir fjármagnstekjuskatt verði endurskoðaður samhliða hækkun skattsins og að ráðist verði í lækkun tryggingargjaldsins sem fyrst.
Hægt er að lesa umsögn Viðskiptaráðs hér