Viðskiptaráð Íslands

Verðskrá upprunavottorða

Áritanir á yfirlýsingar eru veittar félagsmönnum fyrir 560 kr. pr. áritun frumrita en fyrir 2.800 kr. pr áritun til annarra miðað við almennan afgreiðslutíma.

Dæmi 1:

  1. Félagsmaður: Upprunavottorð 1 frumrit og 10 fylgiskjöl sett saman í eina umsókn. Verð 560 kr.
  2. Aðrir: Verð 2.800 kr.

Dæmi 2:

  1. Félagsmaður: Upprunavottorð 3 frumrit af sama vottorðinu og 10 fylgiskjöl með hverju vottorði. Verð 1.680 kr.
  2. Aðrir: Verð 8.400 kr.
  • Almennur afgreiðslutími er 24 klst frá því að umsókn er móttekin. Sé óskað eftir flýtimeðferð með afgreiðslu eins flótt og auðið er innan 2 klst frá því að umsókn er móttekin er hægt að merkja við það í umsóknarferlinu. Flýtimeðferð kostar 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 5.600 kr fyrir aðra. Flýtimeðferð er aðeins gjaldfærð einu sinni á dag óháð fjölda umsókna.
  • Ef óskað er eftir að skrifstofa Viðskiptaráðs prenti út vottorð og stimpli með blekstimpli þá leggjast 150 kr. á hvert vottorð. Ef óskað er eftir að vottorð séu póstsend til umsækjanda þá leggjast 600 kr. pr. sendingu fyrir 1-10 vottorð og 600 kr. fyrir hver 10 vottorð umfram það. Gjöld fyrir prentun og póstsendingu eru bæði fyrir félagsmenn og aðra.
  • Ekki er greitt fyrir fylgiskjöl, aðeins fyrir vottorðið sjálft.

Viðskiptaráð Íslands áskilur sér rétt til þess að veita ekki áritun á upprunavottorð til þeirra sem eru í vanskilum við ráðið. Sé um vanskil að ræða verða vottorðin ekki afgreidd fyrr en skuld hefur verið gerð upp.

Öll verð eru undanskilin virðisaukaskatti.

Þjónusta

Viðskiptaráð veitir aðildarfélögum sínum ýmsa ráðgjöf og þjónustu án endurgjalds. Hvort heldur er um ráðgjöf, almenna þjónustu eða vinnu að hagsmunamálum fyrirtækja gerir ráðið sitt besta við að leysa hratt og greiðlega úr málum félaga sinna. Ennfremur veitir Viðskiptaráð sérhæfða þjónustu fyrir félaga sem og aðra á sviði upprunavottorða og ATA Carnet skírteina.