Morgunverður með fyrrverandi forstjóra IBM í Þýskalandi

Staðsetning: Nordica hóteli, salur I (á 2. hæð) kl. 8:15-9:45

 

Hans Olaf Henkel forseti Leibniz samtakanna og fyrrverandi forstjóri IBM í Þýskalandi gestur á fundi ÞÍV og VÍ.


Í ljósi æ erfiðari stöðu þýskra efnahagsmála, síaukins atvinnuleysis og stöðnunar, efnir Þýsk-íslenska verslunarráðið í samvinnu við

Verslunarráð Íslands, til fundar með Hans Olaf Henkel, einum skeleggasta talsmanni þýsks atvinnulífs hin síðari ár.

-Hvaða leiðir eru til úrbóta?
-Hvernig má örva nýsköpun?
-Eru róttækar þjóðfélagsbreytingar óumflýjanlegar?
-Þvælist ,,arfleið” Þriðja ríkisins enn fyrir umbótum?

Hans Olaf Henkel er fyrrverandi forstjóri IBM í Þýskalandi, og æðsti maður IBM í Evrópu um árabil. Hann var mjög áberandi sem formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi (BDI) 1995 – 2000, en er nú forseti Leibniz samtakanna, samtaka 84 rannsóknarstofnana með 12.500 starfsmenn og 1 milljarð evra í veltu árlega. Henkel hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferli sínum og skrifað fjórar mjög þekktar bækur um nýsköpun og efnahagsmál svo fátt eitt sé talið.

Fundurinn verður á Nordica hóteli, sal I, og fer fram á ensku og er öllum opinn.

Fundargjald kr. 2500 (morgunverður innifalinn).

Tengt efni

Unglingadrykkja hrunið síðustu 30 ár

Undanfarin 30 ár hefur unglingadrykkja á Íslandi hrunið. Árið 1995 höfðu 80% ...
18. jún 2024

Ákvörðun sem kostað hefur íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða

Að innleiða regluverk, sem sniðið er að milljóna manna þjóðum, með meira ...
2. okt 2023