Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur í boði Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins og Háskólans í Reykjavík

Staðsetning: Ofanleiti 2, 3 hæð

         

„More Space for Europe: Europe's ambitions in space“

 Johannes von Thadden , framkvæmdastjóri hins pólitíska hluta samskiptasviðs hjá  EADS Astrium sem er bæði eitt af stærstu fyrirtækjum heims í geimferðum og framleiðandi Airbus flugvélanna.Sjá www.eads.astrium.net.

Morgunverðarfundurinn verður haldinn föstudaginn 5. September í Háskólanum í Reykjavik,  Ofanleiti 2 , 3. hæð – Stjórnendaskóli og hefst klukkan  8.00 – 9.30  með morgunverði.

Dr.  Thadden mun kynna starfsemi Astrium og leitast við að svara spurningum eins og :

·         Hver eru pólitísk markmið Evrópusambandsins (ESB) í geimnum?

·         Hver eru efnahagsleg markmið ESB í geimnum?

·         Hvernig á að nýta þá þekkingu sem safnast?

·         Hvaða hlutverk mun geimurinn leika í jarðlífinu í framtíðinni?

·         Hvaða máli skiptir það fyrir Evrópu að taka þátt í starfsemi í geimnum?

·         Hvernig mun slík starfsemi nýtast öllum almenningi?

EADS er  í fararbroddi nýtingar á geimnum, bæði til hernaðarlegra og almennra nota og leikur algert lykilhlutverk fyrir Evrópu í þessum geira. 

Dr. Johannes von Thadden var framkvæmdastjóri CDU  og hægri hönd Angelu Merkel frá þvi hún tók við sem kanslari Þýskalands. Hann gjörþekkir auk þess þýskt viðskiptalíf eftir að hafa unnið hjá Samtökum þýskra viðskiptaráða í mörg ár sem yfirmaður alþjóðasviðsins.

Fundarmál: enska

Vinsamlega sendið skráningu á skraning@ru.is  

 

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024