Viðskiptaráð Íslands

Hádegisverðarfundur: Keppnisandi á krísutímum

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kílar í handknattleik og einn fremsti handboltaþjálfari heims, heldur erindi á hádegisverðarfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins föstudaginn 7. janúar 2011.

Alfreð, sem sjálfur segist krónískur bjartsýnismaður, mun m.a. ræða hvernig hægt er að nýta aðferðafræði íþrótta við rekstur fyrirtækja. Þá mun hann ræða um markmiðasetningu, uppbygginu liðsanda, leiðina að árangri, hvatningu í hóp og hvernig hægt er að halda sér á toppnum þrátt fyrir gríðarlega harða samkeppni.

Alfreð hefur náð frábærum árangri sem þjálfari og hefur þjálfað í Þýskalandi óslitið frá árinu 1997. Hann hefur unnið alla helstu titla alþjóðlegs handknattleiks, bæði sem leikmaður og þjálfari. Þrátt fyrir góðan árangur hefur hann þó líka lent í mótlæti og sigrast á því. Þá verður spennandi æfingaleikur Íslands og Þýskalands í Laugardalshöll sama dag kl. 19.00.

Takið frá föstudaginn 7. janúar! Fundurinn fer fram kl 12-14.00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Verð kr 3.900- með hádegisverði. | Skráning á kristin@chamber.is

2010.12.21-THIV-Fundur-Alfred

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024