Viðskiptaráð Íslands

AMÍS: Fundur um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og Háskólinn í Reykjavík bjóða til fundar um stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að hlýða á einn helsta álitsgjafa bandarískra fjölmiðla, stjórnmálaskýrandann Nicco Mele.

Nicco Mele er virtur fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum, sprotafjárfestir og frumkvöðull. Hann er fyrrverandi prófessor við Harvard Kennedy School of Government og einn af æðstu stjórnendum fjölmiðlasamsteypunnar Los Angeles Times. Hann hefur m.a. rannsakað áhrif internetsins á samfélags- og stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum. Nicco er í hópi þeirra álitsgjafa sem stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna leita til á Super Tuesday þann 1. mars nk.

Hvað er Super Tuesday?
Talað er um Super Tuesday þegar á annan tug fylkja Bandaríkjanna halda forkosningar á þriðjudegi. Í ár ber daginn upp á þriðjudaginn 1. mars. Þá skýrast ofter en ekki línur um hver verði sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningunum.

Praktískar upplýsingar
Hvar: Háskólanum í Reykjavík
Hvenær: Föstudaginn 26. febrúar kl. 12.00-13.30
Aðgangur: Ókeypis
Tungumál: Enska
Fundarstjórn: Margrét Sanders, Deloitte

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Viðskiptaþing 2026

Viðskiptaþing 2026 fer fram 12. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
12. febrúar 2026

Aðalfundur 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
10. febrúar 2026

Skattadagurinn 2026

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
15. janúar 2026