Viðskiptaráð Íslands

Er virði í stjórnum?

Hvaða virði er í stjórnum? Hvernig er virði stjórna mælt og stuðlað að því? Stjórnir hafa hlutverk út frá lögum og góðum stjórnarháttum, en hvernig er tryggt að stjórn uppfylli ekki aðeins formsatriði heldur séu þær í raun virðis-skapandi?

Prófessor Morten Huse, við BI Viðskiptaháskólann í Ósló, heldur erindi miðvikudaginn 14. desember þar sem ofangreindar spurningar eru til umfjöllunar. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og hefst kl. 9:00.

Fundarstjóri er Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við Háskóla Íslands, og heldur hann stutt inngangserindi um fundarefnið og rannsóknir prófessors Huse. Samstarfsaðilar eru Nasdaq Iceland, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

  • Hvað: Morgunfundur með Morten Huse
  • Hvenær: Miðvikudaginn 14. desember kl. 9-10
  • Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024