AMÍS býður félögum og vinum ráðsins til spennandi hádegisfundar á degi Leifs Eiríkssonar með Baltasar Kormáki, leikstjóra og framleiðanda, en hann frumsýndi nýlega stórmyndina Everest á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Á fundinum mun Baltasar fjalla um fjármögnun stórra bíómynda, um leiðina frá hugmynd til frumsýningar, möguleika Íslendinga í alþjóðlegum kvikmyndaheimi og svara spurningum gesta.
Hvenær: Föstudaginn 9. október kl. 12.00-13.00
Hvar: Kex Hostel
Verð: 2.900 kr.
Tungumál: Íslenska