Hvað er að gerast í kosningabaráttunni vestra? Getur það verið að forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum komist upp með að kalla andstæðing sinn djöfulinn? Er tölvupóstmáli Hillary lokið? Hver er staðan á landsvísu og í lykilfylkjum? Eru Hillary og Trump óvinsælustu frambjóðendur sögunnar?
Þessum og fleiri spurningum munu stjórnmálafræðingarnir Silja Bára Ómarsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir leitast við að svara á opnum fundi AMÍS. Fundarstjóri er Sigríður Andersen alþingismaður.
Dagsetning: 24. ágúst 2016
Staður: Hilton Reykjavík Nordica, Vox Club (Gamla Pizza Hut húsnæðið), Suðurlandsbraut 2, 108 Rvk
Tímasetning: 12.00-13.00
Verð:
AMIS félagar 2.900 kr.
Gestir 3.900 kr.
Skráning nauðsynleg - Smelltu hér