Morgunfundur með samgönguráðherra Grænlands

Grænlensk- íslenska viðskiptaráðið býður til opins fundar með Knud Kristiansen ráðherra og formanni Atassut, flokks íhaldsmanna. Atassut var stofnaður 1978 og er flokkurinn andsnúinn aðskilnaði frá danska ríkinu. Hann nýtur fylgis 6,5% kjósenda og hefur tvo þingmenn og tekur þátt í samsteypustjórn undir forystu Kim Kielsen. Á fundinum mun ráðherrann fjalla um miklar umbætur sem standa fyrir dyrum í samgöngumálum Grænlendinga á næstu árum.

Dagsetning: föstudaginn 30. september
Tímasetning: 8.30-9.30 (morgunhressing í boði á meðan fundi stendur)
Staðsetning: Eimskip, Korngörðum 2

Frítt inn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér

Tengt efni

Endurskoða þarf lögverndun starfa

Fjöldi lögverndaðra starfsgreina og starfa á Íslandi er umtalsvert hærri en í ...
31. maí 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Stuðningsstuðullinn lækkar

Jákvæð þróun á vinnumarkaði - Stuðningsstuðullinn mældist 1,3 í fyrra og lækkaði ...
10. nóv 2023