Viðskiptaráð Íslands

The Arctic in 2035 – Investment and Infrastructure

Norðurslóða-viðskiptaráðið og VÍB standa saman að málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni í Október undir yfirskriftinni, The Arctic in 2035 – Investment and Infrastructure.

Á málstofunni verður einblínt á áætlaða fjárfestingarþörf á norðurslóðum næstu 20 árin og þá innviði sem þarf til að sú fjárfesting verði að veruleika. Meðal ræðumanna verða:

  • Tara Sweeney, formaður Efnahagsráðs Norðurslóða
  • Svend Hardenberg, stofnandi og formaður Greenland Invest
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar
  • Stephen J. Henley, framkvæmdastjóri Subsea 7 í Kanada

Samkvæmt fyrstu drögum að dagskrá verður málstofan haldin föstudaginn 16. október frá kl. 17:30-19:00. Frekari upplýsingar um nákvæma tímasetningu og staðsetningu innan Hörpu verða veittar á vef Norðurslóða-viðskiptaráðsins um leið og dagskrá Arctic Circle verður endanleg.

ATH. Þar sem málstofan er hluti af Arctic Circle ráðstefnunni er hún aðeins opin gestum ráðstefnunnar. Skráning hefst innan skamms.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024