Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, mætir í Viðskiptaspjall Kjarval, FVH og Viðskiptaráðs þann 13. nóvember. Viðburðurinn fer fram á Vinnustofu Kjarval.

Þegar Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, hefur upp raust sína þá leggur atvinnulífið við hlustir! Áhrifa hans gætir víða, enda stýrir hann öflugasta fjárfestingafélagi landsins sem m.a. er stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion banka, er ráðandi hluthafi í Símanum og hefur uppi metnaðarfull áform fyrir hönd First Water og Arctic Adventures, svo dæmi séu nefnd.
Jón mætir í Viðskiptaspjall Kjarval, FVH og Viðskiptaráðs þann 13. nóvember kl. 17.00. Skráning er hafin hér og rétt er að skrá sig sem fyrst, enda ekki á hverjum degi sem Jón gefur kost á sér í spjall af þessu tagi og búast má við húsfylli.