Viðskiptaráð Íslands

Andlát: Gísli V. Einarsson, fyrrum formaður VÍ

Gísli V. Einarsson, fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands (áður Verslunarráð Íslands) er fallinn frá 80 ára að aldri. Hann fæddist 14. júní árið 1931 og lést hinn 20. desember sl. Gísli var kjörinn formaður ráðsins árið 1974, en hann var jafnframt tengdasonur Eggerts Kristjánssonar fyrrverandi formanns ráðsins. Gísli var formaður til 1978.

Gísli var stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1952 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1956. Eftir nám í Danmörku og Bandaríkjunum starfaði Gísli víða. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Eggerts Kristjánssonar hf. árið 1966 og gegndi því starfi meðan hann sat sem formaður ráðsins. Síðar stofnaði Gísli fyrirtækið Mata hf. og starfaði sem forstjóri þess. Gísli gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum og var m.a. formaður skólanefndar Verzlunarskólans, í stjórn VSÍ og formaður bankaráðs Verslunarbankans. Hann átti stóran hlut í sameiningu Verslunarbankans við Útvegsbanka Íslands, Alþýðubankann og Iðnaðarbankann er þeir sameinuðust undir nafni Íslandsbanka.

Eftirlifandi kona Gísla er Edda Ingibjörg Eggertsdóttir. Börn þeirra eru Guðný Edda, Eggert Árni, Halldór Páll og Gunnar Þór. Útför Gísla fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember og hefst athöfnin kl. 13:00. Stjórn og starfsfólk Viðskiptaráðs Íslands votta aðstandendum innilega samúð sína.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024