Viðskiptaráð Íslands

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs og Eiríkur Elís Þorláksson er nýr formaður dómsins.

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands (GVÍ). Á sama tíma létu þeir Baldvin Björn Haraldsson, fráfarandi formaður GVÍ, og Gunnar Sturluson af stjórnarsetu en Eiríkur Elís Þorláksson er nýr formaður dómsins.

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson

Garðar Víðir Gunnarsson er lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu. Sérsvið Garðars Víðis eru skatta- og félagaréttur, kaup og sala fyrirtækja og erlendar fjárfestingar. Garðar Víðir er auk þess sérfræðingur á sviði gerðardómsréttar en hann lauk meistaragráðu (LL.M.) í alþjóðlegum gerðardómsrétti frá Stokkhólmsháskóla árið 2008, hefur reynslu af málflutningi fyrir alþjóðlegum gerðardómum og átti um árabil sæti í International Court of Arbitration hjá Alþjóðaviðskiptaráðinu í París. Þá hefur hann reynslu af stundakennslu, m.a. á sviði gerðardómsréttar, og bókaskrifum.

Haraldur I. Birgisson er lögmaður og meðeigandi hjá Deloitte Legal. Haraldur öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 2012 og býr í dag yfir víðtækri reynslu af skatta- og lögfræðiráðgjöf fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá er Haraldur reynslumikill fyrirlesari og stundakennari auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, m.a. þegar hann starfaði hjá Viðskiptaráði sem yfirlögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri.

Eiríkur Elís Þorláksson

Auk þeirra Garðars Víðis og Haraldar Inga sitja í stjórn GVÍ þau Halla Björgvinsdóttir, lögmaður hjá Marel, Marta Guðrún Blöndal, yfirlögfræðingur ORF líftækni, og Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, sem eins og áður segir er nýr formaður GVÍ.

Gerðardómur Viðskiptaráðs Íslands er sjálfstæð gerðardómsstofnun sem veitir aðilum úrlausn ágreiningsmála með skjótari og öruggari hætti en hið almenna dómskeri. Dómurinn er hlutlaus aðili sem leggur hlutlægt mat á úrlausnarefni en málum á borði dómsins hefur farið fjölgandi að undanförnum árum. Gerðardómurinn hefur verið rekinn, með hléum, af Viðskiptaráði frá árinu 1921.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024