Viðskiptaráð Íslands

Nýr heiðursfélagi

Á aðalfundi Viðskiptaráðs 13. febrúar var Einar Sveinsson útnefndur heiðursfélagi Viðskiptaráðs Íslands

Stjórn Viðskiptaráðs er heimilt að skipa heiðursfélaga Viðskiptaráðs Íslands og á aðalfundi 13. febrúar bættist sjöundi heiðursfélaginn í hópinn. Þá var Einar Sveinsson fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands útnefndur heiðursfélagi.

Einar var formaður Viðskiptaráðs Íslands á árunum 1992-1996. Hann starfaði í 32 ár hjá tryggingafélaginu Sjóvá-Almennar hf. – síðast sem framkvæmdastjóri. Einnig sat Einar um árabil í stjórn Glitnis (áður Íslandsbanki) og var stjórnarformaður bankans um þriggja ára skeið. Þá sat hann í stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga, framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands auk þess að vera formaður landsnefndar Alþjóðaviðskiptaráðsins (ICC).

Við óskum Einari innilega til hamingju.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026