Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2013: Stefnubreyting til aukinnar verðmætasköpunar

Á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir, fjallaði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, um Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs. Kom þar fram að handbókin er afrakstur þriggja vinnuhópa sem í sátu einstaklingar úr atvinnulífi og fræðasamfélagi. Hún inniheldur 13 tillögur að aukinni hagkvæmni, en áhersla var lögð á að útfæra ákveðin aðalatriði úr skýrslu McKinsey & Company á hnitmiðaðan máta. Sagði hún tillögurnar fela í sér tiltekna stefnubreytingu og áherslur sem Viðskiptaráð telji að muni gera fólki, fyrirtækjum og hinu opinbera kleift að leggjast saman á árar og skapa meiri verðmæti með minni tilkostnaði.

Þá sagði Sigrún Ragna að tillögurnar væru ekki útfærðar á tæmandi hátt, né heldur væru sumar hverjar óumdeildar. Væri þeim beinlínis ætluð frekari rýni og umræða. Handbókin væri þannig fyrst og fremst hugsuð sem framlag Viðskiptaráðs til yfirstandandi uppbyggingarstarfs og vonaðist Sigrún Ragna til að handbókin geti m.a. nýst nýskipuðum Samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi við mótun hagfelldrar framtíðarsýnar fyrir Ísland.

Sigrún Ragna nefndi einnig að vafalaust hefði mátt fjalla um fjölmörg önnur mikilvæg atriði í handbókinni en að Viðskiptaráð hafi líklegast snert á flestum þeirra síðustu ár. Í því sambandi sagði Sigrún Ragna að Viðskiptaráð hefði frá árinu 2008 alls staðið fyrir 60 opnum fundum, gefið út 16 skýrslur, 35 skoðanir og tæpar 400 umsagnir um lagafrumvörp.

Að lokum vék Sigrún að þeirri spurningu hvers vegna Viðskiptaráð væri yfirleitt að leggja til breytingar á fyrirkomulagi efnahagsmála og starfsskilyrðum atvinnulífs. Þar vísaði hún í orð fyrrverandi formanns Viðskiptaráðs, Hjalta Geirs Kristjánssonar, frá árinu 1979 en þar kom m.a. fram: „Vegna þess hversu aðild að Verslunarráði (forveri Viðskiptaráðs) er fjölbreytt er ráðið á margan hátt kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að móta heildarstefnu í efnahags- og atvinnumálum. Stefna Verslunarráðs er ekki einskorðuð við einstakar atvinnugreinar, heldur mótast hún af hagsmunum atvinnulífsins í heild og þá jafnframt hagsmunum þjóðarinnar allrar.“

Ræða Sigrúnar Rögnu er aðgengileg hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024