Viðskiptaráð Íslands

Nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

2014.2.21_Bjorn tilkynningBjörn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Meginverkefni Björns verður að hafa umsjón með málefnastarfi ráðsins. Jafnframt mun hann taka þátt í stefnumótun, samskiptum við stjórn og félagsmenn sem og sinna annarri daglegri starfsemi. Björn hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Björn hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stefnumótun og greiningarstörfum, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company. Í störfum sínum hjá McKinsey vann Björn einkum að stefnumótun og rekstrarumbótum í opinbera geiranum og hjá alþjóðlegum framleiðslu- og upplýsingatæknifyrirtækjum. Þar áður vann hann hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Credit Suisse í London. Björn er með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Oxford-háskóla.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026