Viðskiptaráð Íslands

Nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

2014.2.21_Bjorn tilkynningBjörn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Meginverkefni Björns verður að hafa umsjón með málefnastarfi ráðsins. Jafnframt mun hann taka þátt í stefnumótun, samskiptum við stjórn og félagsmenn sem og sinna annarri daglegri starfsemi. Björn hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Björn hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stefnumótun og greiningarstörfum, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company. Í störfum sínum hjá McKinsey vann Björn einkum að stefnumótun og rekstrarumbótum í opinbera geiranum og hjá alþjóðlegum framleiðslu- og upplýsingatæknifyrirtækjum. Þar áður vann hann hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Credit Suisse í London. Björn er með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Oxford-háskóla.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024