Aðalfundur Viðskiptaráðs verður haldinn kl.9:00 í höfuðstöðvum Viðskiptaráðs Íslands, Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 fimmtudaginn 13. febrúar
Stjórn ráðsins er skipuð 38 einstaklingum. Kosning stjórnar er óbundin þannig að kjörgengir eru allir skuldlausir félagsmenn (stjórnendur í fyrirtækjum sem eiga aðild að Viðskiptaráði). Ábendingalisti með nöfnum þeirra sem gefa sérstaklega kost á sér til stjórnarsetu (og fylgir kjörseðli) er því aðeins leiðbeinandi.
Ábendingalista stjórnarkjörs 2020 má nálgast hér.
Framboð til formanns
Formaður stjórnar er kosinn sérstaklega í bundinni kosningu og rann framboðsfrestur vegna formannskjörs út 22. janúar.
Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og önnur aðalfundarstörf má finna á aðalfundarsíðu Viðskiptaráðs og hjá skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.