Viðskiptaráð Íslands

Iceland is Open - Áleitnum spurningum svarað um framhaldið í faraldrinum

Viðskiptaráð og millilandaráðin fimmtán héldu í gær fund undir yfirskriftinni „Iceland is open“ þar sem ýmsum spurningum var svarað í kjölfar þess að erlendum ferðamönnum gefst nú kostur á að fara í skimun fyrir veirunni við landamærin

Viðskiptaráð og millilandaráðin fimmtán héldu í gær fund undir yfirskriftinni „Iceland is open“, í því skyni að afla svara við þeim spurningum sem uppi eru eftir að erlendir gestir Íslendinga eiga þann kost að láta skima fyrir kórónuveirunni við komu til landsins, í stað þess að sæta tveggja vikna sóttkví. Fundurinn var vel sóttur á Facebook og fjarfundaforritinu Zoom. Þá lögðu margir einnig leið sína í Hús atvinnulífsins, en þaðan var fundinum streymt.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flutti opnunarávarp. Þá tók við Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sem hefur staðið vaktina og varpaði meðal annars ljósi á næstu skref í baráttunni við veiruna og leiðir til að slaka á ferðatakmörkunum. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, fjallaði um þau lykilskilaboð sem Ísland kæmi á framfæri við heimsbyggðina í faraldrinum. Loks fjallaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um starfsemi félagsins um þessar mundir og áskoranir í tengslum við faraldurinn nú þegar starfsemin er smám saman að komast í eðlilegt horf. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stýrði fundi.

Að þessu loknu var efnt til hnitmiðaðra pallborðsumræðna undir stjórn Ástu S. Fjeldsted þar sem gestum fundarins gafst kostur á að koma spurningum til framsögumannanna fjögurra í gegnum fjarfundabúnaðinn. Óhætt er að segja að spurningarnar hafi komið víða að, allt frá Japan til Íslands. Líflegar umræður sköpuðust og framsögumönnum tókst að svara þeim fjölmörgum.

Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má nálgast upptöku af fundinum í heild sinni.

Live: Iceland is open

Live: Iceland is open

Posted by Viðskiptaráð Íslands on Monday, June 22, 2020

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024