Viðskiptaráð Íslands

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn.

Gunnlaugur Bragi Björnsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands og mun hann annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn. Á árunum 2013-2018 vann Gunnlaugur hjá Arion banka og sinnti þar ýmsum sérfræðistörfum, m.a. við þjónustustjórnun, stafræna þróun og á samskiptasviði. Þá hefur Gunnlaugur verið virkur í félagsstörfum en hann sat m.a. í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík um sjö ára skeið, fyrst sem gjaldkeri en síðar sem formaður.

Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði meistaranám í stjórnunar- og leiðtogafræðum við Hróarskelduháskóla.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026