Viðskiptaráð Íslands

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn.

Gunnlaugur Bragi Björnsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði Íslands og mun hann annast samskipta- og miðlunarmál ráðsins.

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á Íslandi en áður starfaði hann á samskiptasviði hugbúnaðarfyrirtækisins Milestone Systems í Kaupmannahöfn. Á árunum 2013-2018 vann Gunnlaugur hjá Arion banka og sinnti þar ýmsum sérfræðistörfum, m.a. við þjónustustjórnun, stafræna þróun og á samskiptasviði. Þá hefur Gunnlaugur verið virkur í félagsstörfum en hann sat m.a. í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík um sjö ára skeið, fyrst sem gjaldkeri en síðar sem formaður.

Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði meistaranám í stjórnunar- og leiðtogafræðum við Hróarskelduháskóla.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024