Félagar Viðskiptaráðs fá reglulega uppfærslu á efnahagsstöðunni á tímum COVID-19 á föstudagsfundum ráðsins.
Félagar Viðskiptaráðs Íslands fá reglulega uppfærslu á stöðunni og innsýn á tímum COVID-19 á lokuðum föstudagsfundum ráðsins. Fundunum er ætlað að vera fræðandi og uppbyggjandi og veita innsýn í vinnu ráðsins sem málsvara viðskiptalífsins á hamfaratímum. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri ráðsins og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ráðsins, halda kynningu um stöðu hverrar viku með tilliti til efnahagsáhrifa og aðgerða. Jafnframt koma gestir á fundina sem veita ólíka innsýn út frá sinni sérgrein. Björn Zoega, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð kom t.a.m. á síðasta fund og fór yfir stöðuna í Svíþjóð og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er næst á dagskrá sem gestur ráðsins næstkomandi föstudag.
Útbreiðsla COVID-19 er í senn ógn við heilsu landsmanna, daglegt líf og efnahagslífið. Því er mikilvægt að allir taki höndum saman til að hefta útbreiðslu og lágmarka röskun kórónaveirunnar á daglegt líf landsmanna. Í því skyni eru rösklegar aðgerðir ríkisstjórnar fyrir viðskiptalífið nauðsynlegar til að veita andrými á óvissutímum. Viðskiptaráð uppfærir stöðuna reglulega á sér COVID-19 síðu og veitir gagnlegar upplýsingar til handa viðskiptalífinu. #covid-19
Með því að gerast aðili að Viðskiptaráði Íslands getur fyrirtæki þitt tekið þátt í að móta íslenskt viðskiptalíf, notfært sér margvíslega þjónustu ráðsins, komið hugmyndum og málefnum á framfæri, varið mikilvæga viðskiptahagsmuni í gegnum þriðja aðila og eflt bæði innlent og alþjóðlegt tengslanet.
Aðild að Viðskiptaráði felur meðal annars í sér eftirfarandi ávinning:
Helstu upplýsingar um aðild að Viðskiptaráði Íslands veitir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri, í síma 510-7100.