Viðskiptaþing fór fram í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Við höfum nú birt fjölmargar skemmtilegar myndir frá þinginu.
Yfir 500 manns tóku þátt í viðburðinum í ár sem ein stærsta samkoma á ári hverju í íslensku viðskiptalífi.
Ljósmyndarinn Haraldur Guðjónsson Thors var með myndavélina á lofti og smellti myndum af því sem fram fór á sviði Borgarleikhússins og einnig af gestum þingsins.