Viðskiptaráð Íslands

Sigurlausn Verkkeppninnar: Upplýsingatækni í sæng með Co2 samdrætti

Sigurlið Verkkeppni Viðskiptaráðs 2019 f.v: Jillian Verbeurgt, Connor Bennett, Renata Bade Barajas, Guolin Fang, Stefán Þorvarðarson og Stefán Carl Peiser

Verkkeppni Viðskiptaráðs Íslands fór fram um helgina í Háskólanum í Reykjavík þar sem 8 útvalin lið kepptust við að leysa Milljón tonna áskorunina! Áskorunin fólst í að að finna raunhæfar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (innan Parísarsamkomulagsins) um milljón tonn fyrir árið 2030.

Dómnefnd valdi tvö sigurlið þetta árið þar sem hún var einróma um að lausnir sigurliðanna tveggja myndu gagnast vel í samstarfi þar sem upplýsingatækni er nýtt til að ná fram samdrætti á útblæstri koltvísýrings. Annað liðanna samanstóð af Guolin Fang, Stefáni Carl og Stefáni Þorvarðarsyni og hét lausn þeirra Margt smátt gerir eitt stórt og fól í sér að nýta upplýsingatækni til að mynda upplýstara samfélag. Með gögnum og gagnavinnslu sundurliðuðu þeir gögn um kolefnisspor þannig að auðveldara væri að finna leiðir til að minnka kolefnissporið. Guolin Fang, Stefán Carl og Stefán nýttu svipaða lausn t.d. í Plokk-in smáforritinu sem er einnig hugarsmíð þeirra og komin er reynsla á. Hitt liðið samanstóð af Conor Bennett, Jillian Verbeurgt og Renata Bade Barajas. Lausn þeirra einblíndi á skammtíma- og langtímalausnir í því að minnka útblástur koltvísýrings. Fólust lausnirnar meðal annars í minnkandi áhrifum neysluúrgangs fyrirtækja með því að besta pantanaferli þeirra og minnkun birgðasöfnunar. Sú aðferð nær til matarúrgangs, húsgagna, efniviðs og annarrar neyslu, sem hefur svo beinlínis dregur úr útblæstri samgangnakerfisins. .

Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Auður Önnu - Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun og Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor Háskóla Íslands.

Vinningsliðin tvö deila með sér milljón krónum fyrir bestu stefnumótandi lausnina á Milljón tonna áskoruninni ásamt því að þróa lausnir sínar áfram undir handleiðslu aðstandenda keppninnar.

Hér má sjá myndaalbúm frá Verkkeppninni 2019

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024